Ekki týpískur blús frá Helga Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Fjórða plata Helga Júlíusar hefur að geyma auðmelta tónlist Fréttablaðið/Valli "Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“