Leikið með tímann Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 10. janúar 2013 06:00 Æfing á Stundarbroti í vikunni. Fréttablaðið/Anton Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. . Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. .
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira