Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Sara McMahon skrifar 10. janúar 2013 16:00 Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir Fréttablaðið/GVA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira