Það vakti mikla lukku þegar fréttist af samstarfi H&M og fótboltakappans Davids Beckham í fyrra. Í ár er gleðin ekki minni, en þetta myndband sem er leikstýrt af Guy Richie kom inn á veraldarvefinn í gær og sýnir vor- og sumarlínu kappans fyrir verslunarkeðjuna. Þar sést hann elta bíl á nærfötunum einum klæða og sannar enn einu sinni að þeir gerast ekki mikið flottari en hann.
Alltaf flottur.Frá síðustu línu Beckhams fyrir H&M.