„Það er áfall að fá þessar fréttir“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 13:08 Sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár. „Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira