Sannkallað vetrarveður hefur sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið að undanförnu en töluverð snjókoma hefur gert vart við sig.
Umferð hefur gengið nokkuð þægilega fyrir sig en mikil hálka er á götum.
Gera má ráð fyrir að hitastigið verði í kringum frostmark næstu daga en ætti að hlýna örlítið á fimmtudeginum og jafnvel fram á föstudag.
Nokkurt hvassviðri verður á norðurströndinni í lok vikunnar og frystir víðast hvar um landið. Gera má ráð fyrir töluverðu frosti um land allt næstu helgi. Léttskýjað verður og lítil úrkoma.
Frosthörkur á leiðinni
