Ný mynd í bígerð hjá Baltasar Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júní 2013 17:57 Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum. Mynd/ GETTY Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira