Enski boltinn

Ferguson hrósaði Kagawa

Markaskorararnir Kagawa og Rooney fagna í dag.
Markaskorararnir Kagawa og Rooney fagna í dag.
Leikmenn Man. Utd voru ekki á fullu gasi í dag en unnu samt 4-0 sigur á Norwich og eru komnir með 15 stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Japaninn Shinji Kagawa varð fyrsti Japaninn til þess að skora þrennu í deildinni í dag.

"Kagawa er rosalega góður að klára færin sín. Meiðslin sem hann varð fyrir í nóvember hægðu aðeins á honum en hann er smám saman að koma til baka. Seinni tvö mörkin hjá honum í dag voru frábær," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn.

Ryan Giggs lék ekki sinn 1.000. leik í dag en hann var hvíldur.

"Ryan mun spila gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Það er engin spurning um það. Það verður stórkostleg stund. Hann er mikil fyrirmynd og einstakt að spila 1.000 leiki."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×