Vill klára málið eftir kosningar 2. mars 2013 18:30 Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira