Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri fór hluti brotanna fram í svokölluðu Stokkseyrarmáli. Mynd/sigurjón Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús. Stokkseyrarmálið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira