Björt framtíð ekki útibú frá Samfylkingunni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. janúar 2013 23:23 Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir gott gengi í skoðannakönnununum áægjulegt en að flokkurinn stefni þó hærra. Hann segir alrangt að Björt framtíð sé einhverskonar útibú frá Samfylkingunni. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent mælist Björt framtíð með 12,3% fylgi og næði níu þingmönnum inn miðað við þá sem taka afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með ríflega 36% og Samfylkingin fengi rétt rúm 19%. Næst kemur Framsóknarflokkurinn með 13% og Vinstri grænir mælast með 9%. Aðrir flokkar sem lýst hafa yfir framboði, Dögun, Píratar, Hægri grænir og Samstaða ná ekki manni inn. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur verið vaxandi frá því flokkurinn var fyrst kynntur til sögunnar. „Nú erum við að auka fylgið af því að við vorum að kynna efstu sætin á listum okkar og þau eru væntanlega að falla vel í kramið," segir Guðmundur Steingrímsson. Guðmundur segir að Björt framtíð stefni áfram og upp, í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi verið eftirspurn eftir nýrri nálgun í pólitík. „Besti flokkurinn er að gera mjög góða hluti í borginni og hversvegna skyldum við ekki gera svipað á landsvísu?" spyr hann. Gagnrýnendur Bjartrar framtíðar hafa sumir kallað flokkinn útibú frá Samfylkingunni, hvað segir Guðmundur við því? „Þetta er bara ekki rétt. Stefnumál skarast á margan hátt. Við deilum evrópumálum með Samfylkingunni. Umhverfismálunum deilum við að miklu leyti með Vinstri Grænum. Svo höfum við ríkan áhuga á opnu markaðshagkerfi, svigrúmi og frelsi einstaklinga til að láta gott af sér leiða í atvinnumálum. Við deilum því með Sjálfstæðisflokknum," segir hann. Guðmundur segir að liðsmenn flokksins séu ekkert farnir að ræða mögulega samstarfsfélaga að loknum kosningum. Ef flokkurinn fer í ríkisstjórnarsamstarf þá verði það á málefnalegum grunni.Ætlið þið að taka gamla tvistið og ganga óbundin til kosninga? „Ég myndi aldrei orða það þannig. Við erum opin fyrir skynsamlegu stjórnarsamstarfi á grunni málefna að sjálfsögðu," segir Guðmundur. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir gott gengi í skoðannakönnununum áægjulegt en að flokkurinn stefni þó hærra. Hann segir alrangt að Björt framtíð sé einhverskonar útibú frá Samfylkingunni. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent mælist Björt framtíð með 12,3% fylgi og næði níu þingmönnum inn miðað við þá sem taka afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með ríflega 36% og Samfylkingin fengi rétt rúm 19%. Næst kemur Framsóknarflokkurinn með 13% og Vinstri grænir mælast með 9%. Aðrir flokkar sem lýst hafa yfir framboði, Dögun, Píratar, Hægri grænir og Samstaða ná ekki manni inn. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur verið vaxandi frá því flokkurinn var fyrst kynntur til sögunnar. „Nú erum við að auka fylgið af því að við vorum að kynna efstu sætin á listum okkar og þau eru væntanlega að falla vel í kramið," segir Guðmundur Steingrímsson. Guðmundur segir að Björt framtíð stefni áfram og upp, í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi verið eftirspurn eftir nýrri nálgun í pólitík. „Besti flokkurinn er að gera mjög góða hluti í borginni og hversvegna skyldum við ekki gera svipað á landsvísu?" spyr hann. Gagnrýnendur Bjartrar framtíðar hafa sumir kallað flokkinn útibú frá Samfylkingunni, hvað segir Guðmundur við því? „Þetta er bara ekki rétt. Stefnumál skarast á margan hátt. Við deilum evrópumálum með Samfylkingunni. Umhverfismálunum deilum við að miklu leyti með Vinstri Grænum. Svo höfum við ríkan áhuga á opnu markaðshagkerfi, svigrúmi og frelsi einstaklinga til að láta gott af sér leiða í atvinnumálum. Við deilum því með Sjálfstæðisflokknum," segir hann. Guðmundur segir að liðsmenn flokksins séu ekkert farnir að ræða mögulega samstarfsfélaga að loknum kosningum. Ef flokkurinn fer í ríkisstjórnarsamstarf þá verði það á málefnalegum grunni.Ætlið þið að taka gamla tvistið og ganga óbundin til kosninga? „Ég myndi aldrei orða það þannig. Við erum opin fyrir skynsamlegu stjórnarsamstarfi á grunni málefna að sjálfsögðu," segir Guðmundur.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira