Grunar keppinaut um rógburð á Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 13:00 Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. mynd/365 „Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni. Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
„Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni.
Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira