„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. mars 2013 16:07 Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag. Kosningar 2013 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels