Fótbolti

Guðbjörg ekki með til Svíþjóðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðbjörg í leik með íslenska landlsiðinu.
Guðbjörg í leik með íslenska landlsiðinu. Nordic Photos / Getty Images
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í dag landsliðið sem mætir Svíþjóð í vináttulandsleik ytra þann 6. apríl næstkomandi.

Athygli vekur að Sigurður Ragnar valdi ekki Guðbjörgu Gunnarsdóttur í landsliðið en Birna Kristjánsdóttir, markvörður Breiðabliks, er í hópnum auk Þóru Bjargar Helgadóttur.

Allir átján leikmennirnir sem valdir voru fyrir verkefnið fóru með á Algarve-mótið í Portúgal í síðasta mánuði.

Fimm leikmenn sem voru með í þeirri för voru ekki valdir nú. Þetta eru þær Guðný Björk Óðinsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen auk Guðbjargar.

Ísland steinlá fyrir Svíum á Algarve-mótinu, 6-1, en það er versta tap liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×