Innlent

Segir vænlegra fyrir Framsókn að mynda ríkisstjórn til vinstri

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
„Þetta kom ekki á óvart en ég bjóst ekki við að Samfylkingin myndi tapa svona stórt,“ segir Stefán Jón Hafstein fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Sprengisand á Bylgjunni um úrslit kosninganna í gær.

„Einnig átti ég von á því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærri, en þetta er vissulega landslagsbreyting í pólitísku landslagi á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gert þessa sömu kröfu sem hann hafði áður. Hann er ekki þessi stóri flokkur. Að sama skapi er frjálslyndi vinstri kanturinn í algjörri upplausn.“

Stefán segir Samfylkinguna og Vinstri græna þó ekki eiga tilkall til neins eftir þessar kosningar.

„Ég er hins vegar á því að það sé mun vænlegra fyrir Framsókn að fá tvo flokka með sér af miðju og vinstri inn, frekar en að hafa Sjálfstæðisflokkinn sér við hlið. Það yrði mun erfiðari samningsstaða fyrir Framsóknarflokkinn að hafa þó þetta stóran Sjálfstæðisflokk, sem er jafnvel stærri hann. Framsóknarflokkurinn gæti tekið forsætisráðuneytið mjög auðveldlega og lykilráðuneyti, segjum í samstarfi við Samfylkingu og Vinstri græna, og þeir væru í mjög þægilegri stöðu og gætu algjörlega ráðið ferðinni í slíkri ríkisstjórn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×