„Ég er mjög spenntur og mjög ánægður með þennan árangur,“ sagði Frosti Sigurjónsson, nýr þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Gunnar Reynir Valþórsson fréttamaður tók hann tali i nótt.
„Við höldum að við höfum verið að reka lausnarmiðaða og málefnalega kosningabaráttu. Við höfum ekki sagt styggðaryrði um pólitíska keppinauta. Okkur finnst þetta hafa unnist á gleði og jákvæðni,“ segir Frosti. Hann segist þess fullviss að Framsóknarflokkurinn muni ná stefnumálum sínum í geg, en flokkurinn boðar lækkun skulda heimilanna.
Frosta líst ágætlega á nýja vinnustaðinn, Alþingi „Þetta er örugglega mjög skemmtilegur vinnustaður. Ég hef tekið eftir því að þeir sem fara einu sinni inn á vinnustaðinn, þeir vilja aldrei hætta,“ segir hann.
Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá viðtal Gunnars Reynis við Frosta.
Sannfærður um að Framsóknarflokkurinn nái stefnumálum í gegn
Jón Hákon Halldórsson skrifar