Kjósendur refsa flokkunum fyrir óvinsæla ríkisstjórn Höskuldur Kári Schram skrifar 15. apríl 2013 18:48 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín. Kosningar 2013 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín.
Kosningar 2013 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira