Fótbolti

Gameiro tryggði PSG sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham kom inn á sem varamaður þegar að PSG jók forystu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Montpellier í kvöld.

Staðan var markalaus þar til á 81. mínútu er Kevin Gameiro skoraði af stuttu færi eftir laglega sókn PSG og stoðsendingu Zlatan Ibrahimovic.

PSG er nú með 61 stig á toppi deildarinnar og átta stiga forystu á Lyon sem á leik til góða. Montpellier er í sjöunda sæti með 45 stig.

Beckham kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og þótti standa sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×