Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2013 12:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira