Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2013 12:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira