Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2013 12:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira