Embættismaður stal senunni með trylltum dansi á Airwaves Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 09:55 Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira