„Klárlega biðarinnar og kuldans virði“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. desember 2013 20:02 Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“ Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira