Enski boltinn

Stoltur af tíma mínum hjá Man. Utd

Pique ásamt Ferguson.
Pique ásamt Ferguson.
Hinn sterki miðvörður Barcelona, Gerard Pique, segist vera mjög stoltur af tíma sínum hjá Man. Utd en þangað fór hann 17 ára gamall. Pique náði að spila 23 leiki fyrir United áður en hann fór aftur til Barcelona þar sem hann er uppalinn.

"Strákurinn sem fór 17 ára gamall til Manchester og lenti í búningsklefa með stórstjörnum átti frábæra tíma þar. Ég gleymi því aldrei þegar mér var boðið í fyrsta skipti að æfa með aðalliðinu. Það var æðislegt," sagði Pique.

"Þessi tími undirbjó mig fyrir það sem síðar átti að koma, endurkomuna til Barcelona. Ég er mjög stoltur af árunum mínum þremur hjá Manchester. Það var góð ákvörðun að fara þangað. Ég fór á fullkomnum tíma og það hjálpaði mér að vera betri persóna.

"Ég er stoltur af því að hafa verið hluti af liði Sir Alex Ferguson. Ég segi honum samt alltaf þegar ég hitti hann að hann hefði ekki átt að sleppa mér," sagði miðvörðurinn léttur.

"Allir sem alast upp í Barcelona vilja koma til baka. Það er besta félag heim, vinnur titla, spilar frábæran fótbolta og maður er heima hjá sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×