Hvetja Ögmund til endurskoða ákvörðun um synjun 11. maí 2013 16:51 Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Hann hefur dvalið á Ítalíu síðustu níu ár. Í ákalli samtakanna til innanríkisráðherra, segir að Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi. Svo segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu, enda hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Hér fyrir neðan má lesa ákall samtakanna í heild sinni: Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður. Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd. Yfirgnæfandi líkur eru á að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu. Hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Ekki einungis er Ítalía ríki þar sem afar ólíklegt er að hælisleitendur fái réttláta málsmeðferð, heldur er afar lítið tillit tekið til kynhneigðar við málsmeðferð hælisleitenda á Ítalíu samkvæmt upplýsingum Evrópusamtaka hinsegin fólks. Sterk mannúðarsjónarmið sem og lagaleg rök eru fyrir því að afgreiðsla á máli Martins á Íslandi verði endurskoðuð. Farið er fram á að ákvörðun verði tekin um að fresta fyrirhugaðri brottvísun Martins frá Íslandi á meðan unnið er að því að fá þá endurskoðun, hvort sem það verður með atbeina dómstóla, endurupptöku málsins hjá Útlendingastofnun eða eftir öðrum leiðum. Íslendingar eru stoltir af því að vera í fararbroddi í réttindamálum hinsegin fólks. Samtökin ´78 krefjast þess að íslensk stjórnvöld tryggi að réttarverndin nái til allra sem dveljast á íslenskri grundu. Annað væri tvískinnungur. Samtökin ’78 lýsa sig viljug til að styðja og aðstoða Martin eins og mögulegt er á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Hann hefur dvalið á Ítalíu síðustu níu ár. Í ákalli samtakanna til innanríkisráðherra, segir að Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi. Svo segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu, enda hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Hér fyrir neðan má lesa ákall samtakanna í heild sinni: Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður. Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd. Yfirgnæfandi líkur eru á að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu. Hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Ekki einungis er Ítalía ríki þar sem afar ólíklegt er að hælisleitendur fái réttláta málsmeðferð, heldur er afar lítið tillit tekið til kynhneigðar við málsmeðferð hælisleitenda á Ítalíu samkvæmt upplýsingum Evrópusamtaka hinsegin fólks. Sterk mannúðarsjónarmið sem og lagaleg rök eru fyrir því að afgreiðsla á máli Martins á Íslandi verði endurskoðuð. Farið er fram á að ákvörðun verði tekin um að fresta fyrirhugaðri brottvísun Martins frá Íslandi á meðan unnið er að því að fá þá endurskoðun, hvort sem það verður með atbeina dómstóla, endurupptöku málsins hjá Útlendingastofnun eða eftir öðrum leiðum. Íslendingar eru stoltir af því að vera í fararbroddi í réttindamálum hinsegin fólks. Samtökin ´78 krefjast þess að íslensk stjórnvöld tryggi að réttarverndin nái til allra sem dveljast á íslenskri grundu. Annað væri tvískinnungur. Samtökin ’78 lýsa sig viljug til að styðja og aðstoða Martin eins og mögulegt er á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira