"Ég átti að vera í flugvélinni sem fórst" 11. apríl 2013 14:30 Heiðar Austmann útvarpsmaður FM 957 prýðir forsíðu Vikunnar. Þar rifjar hann upp árið 2000 sem hann fór á Þjóðhátíð með vinum sínum en þeirra á meðal var besti vinur hans, Gunnar Viðar Árnason, sem var farþegi í flugvélinni sem hrapaði í sjóinn í Skerjafirði. Helgin var hin skemmtilegasta og áður en þeir vissu af var komið að brottfarardegi. „Ég hringdi í hann þegar við áttum að fara að koma okkur á flugvöllinn og sagði honum að drífa sig svo hann myndi ekki missa af fluginu. Ég tékkaði mig inn í röðina og í því kom hann hlaupandi inn en var númer sjö í röðinni. Þar sem vélin tók aðeins sex farþega þurfti hann að fara með næstu ferð. Ég sagði honum að ég myndi bíða eftir honum á Selfossi og ég man hvað ég var hissa á viðbrögðum hans en hann tók utan um mig og sagði: „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú ert búinn að reynast mér svo vel.“ Svo stóð hann fyrir utan flughúsið og veifaði mér bless og það var eins og hann, eða sálin hans, vissi hvað væri í vændum. Eftir slysið lokaði Heiðar sig alveg af og svaraði ekki í símann. Margir héldu að hann hefði sjálfur verið í vélinni því hann hvarf svo skyndilega af sjónarsviðinu. Hann var að vinna á FM á þessum tíma en hunsaði vinnuna. Þáverandi yfirmaður útvarpsins, Jón Axel Ólafsson, hringdi í hann og sagði honum að koma aftur til starfa en Heiðar tók illa í það, sagðist vera hættur og skellti á hann. Hann sá ekki fram á að finna „hressa gæjann“ aftur. Jón Axel hringdi þá í móður hans og bað hana að koma því til skila að staða Heiðars myndi bíða hans þegar hann væri tilbúinn, hann fengi ekki að hætta. Lesa má viðtalið við Heiðar í heild sinni í Vikunni. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira
Heiðar Austmann útvarpsmaður FM 957 prýðir forsíðu Vikunnar. Þar rifjar hann upp árið 2000 sem hann fór á Þjóðhátíð með vinum sínum en þeirra á meðal var besti vinur hans, Gunnar Viðar Árnason, sem var farþegi í flugvélinni sem hrapaði í sjóinn í Skerjafirði. Helgin var hin skemmtilegasta og áður en þeir vissu af var komið að brottfarardegi. „Ég hringdi í hann þegar við áttum að fara að koma okkur á flugvöllinn og sagði honum að drífa sig svo hann myndi ekki missa af fluginu. Ég tékkaði mig inn í röðina og í því kom hann hlaupandi inn en var númer sjö í röðinni. Þar sem vélin tók aðeins sex farþega þurfti hann að fara með næstu ferð. Ég sagði honum að ég myndi bíða eftir honum á Selfossi og ég man hvað ég var hissa á viðbrögðum hans en hann tók utan um mig og sagði: „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú ert búinn að reynast mér svo vel.“ Svo stóð hann fyrir utan flughúsið og veifaði mér bless og það var eins og hann, eða sálin hans, vissi hvað væri í vændum. Eftir slysið lokaði Heiðar sig alveg af og svaraði ekki í símann. Margir héldu að hann hefði sjálfur verið í vélinni því hann hvarf svo skyndilega af sjónarsviðinu. Hann var að vinna á FM á þessum tíma en hunsaði vinnuna. Þáverandi yfirmaður útvarpsins, Jón Axel Ólafsson, hringdi í hann og sagði honum að koma aftur til starfa en Heiðar tók illa í það, sagðist vera hættur og skellti á hann. Hann sá ekki fram á að finna „hressa gæjann“ aftur. Jón Axel hringdi þá í móður hans og bað hana að koma því til skila að staða Heiðars myndi bíða hans þegar hann væri tilbúinn, hann fengi ekki að hætta. Lesa má viðtalið við Heiðar í heild sinni í Vikunni.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira