Netflixvæðing skaðar ekki sjónvarpsáhorf Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Friðrik, Skarphéðinn og Freyr. Samkvæmt mælingum hefur áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman þrátt fyrir sífellt fleiri leiðir til að nálgast efni, til dæmis efnisveitur eins og Netflix. Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“ Netflix Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“
Netflix Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira