Innlent

Obama spurði um fótinn á Sigmundi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Barack Obama, Gunnar Bragi Sveinsson, Elva Björk og Michelle Obama.
Barack Obama, Gunnar Bragi Sveinsson, Elva Björk og Michelle Obama. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti í gær Barack Obama Bandaríkjaforseta. Gunnar Bragi er staddur í New York en hann mun vera viðstaddur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og halda ræðu næstkomandi mánudag.

Gunnar Bragi og Elva Björk, eiginkona hans, sóttu boð sem Obama og Michelle, eiginkona hans héldu í New York í gær. Vel fór á með þeim Obama og Gunnari Braga.

Eins og flestir muna eftir þá hitti Obama nýverið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Sigmundur þurfti að vera í ósamstæðum skóm við myndatöku með Obama og öðrum leiðtogum Norðurlanda vegna bólgu í fæti. Það atvik stal senunni á fundinum og enn í fersku minni hjá Obama.

Skemmst er frá því að segja að Obama spurði Gunnar Braga út í líðan forsætisráðherrans og hvernig hann væri í fætinum. „Hitti Obama á mánudagskvöldið, hann spurði um heilsu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og hvernig fóturinn væri að jafna sig,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni.

Sigmundur er búinn að ná sér að fullu en Nike íþróttaskórnir, sem hann klæddist á fundinum með Obama, er líklegast frægasta skópar landsins um þessar mundir. Áhöfnin á Guðmundi VE keypti skóna fyrir 175 þúsund krónur í uppboði sem fram fór í útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás2. Fjárhæðin rann til átaksins „Á Allra Vörum“.

Ljósmyndin fræga þar sem Sigmundur er í ósamstæðum skóma, spariskó og Nike íþróttaskó.

Tengdar fréttir

Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var í ósamstæðum skóm á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta vegna bólgu sökum sýkingar í fæti. Var hann í spariskóm á hægri fæti en Nike íþróttaskóm á þeim vinstri.

Obama gerði grín að skóm Sigmundar

"Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×