No homo á leið til Cannes Sara McMahon skrifar 6. apríl 2013 17:00 Guðni Líndal Benediktsson fylgir mynd sinni, No homo, út á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fréttablaðið/vilhelm Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira