Höfum lengi verið ljóðasöngsteymi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2013 11:00 Þeir eru góðir saman Gunnar og Jónas. Fréttablaðið/GVA „Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira