Textinn tekinn úr uppáhaldskvikmyndinni 1. mars 2013 17:00 Grínistinn og útvarpsmaðurinn Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur. Myndbandið við það var unnið upp úr gamanmyndinni Sódóma Reykjavík. "Þetta er eldgömul hugmynd. Ég held ég hafi beðið Óskar Jónasson [leikstjóra Sódóma] um leyfi til að nota myndina í myndbandið fyrir tveimur árum. Ég er mjög ánægður með að þetta er loksins að koma út. Þetta er mynd sem ég horfði á endalaust sem unglingur. Á fjögurra til fimm ára fresti fæ ég Sódóma-æði og horfi á hana nokkrum sinnum í röð," segir Daníel. Hann vann lagið Unnur upp úr gömlu pönklagi eftir kunningja sinn, Ívar Gestsson, sem hann flutti í Verslóvælinu. Daníel ákvað að búa til partílag og fékk hljóðmeistarann og kórstjórann Ingvar Alfreðsson til að útsetja það og búa til þokukennt tölvupopp. "Textinn er unninn upp úr eftirminnilegasta atriði myndarinnar þar sem Brjánsi gerir grín að Ella, félaga sínum, um að hann sé of miklu holdi vaxinn til að geta sofið hjá kvenmanni." Þrír til viðbótar aðstoðuðu Daníel Geir við verkefnið, eða Daði Georgsson, Sturla Már Helgason og Sindri Gretarsson. "Ég stefni á að gera meira í tónlist því mér finnst þetta ferlega gaman. Það er gott að geta brotið uppistandið hjá sér upp með skemmtilegum lögum." - fb Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Grínistinn og útvarpsmaðurinn Daníel Geir Moritz hefur sent frá sér lagið Unnur. Myndbandið við það var unnið upp úr gamanmyndinni Sódóma Reykjavík. "Þetta er eldgömul hugmynd. Ég held ég hafi beðið Óskar Jónasson [leikstjóra Sódóma] um leyfi til að nota myndina í myndbandið fyrir tveimur árum. Ég er mjög ánægður með að þetta er loksins að koma út. Þetta er mynd sem ég horfði á endalaust sem unglingur. Á fjögurra til fimm ára fresti fæ ég Sódóma-æði og horfi á hana nokkrum sinnum í röð," segir Daníel. Hann vann lagið Unnur upp úr gömlu pönklagi eftir kunningja sinn, Ívar Gestsson, sem hann flutti í Verslóvælinu. Daníel ákvað að búa til partílag og fékk hljóðmeistarann og kórstjórann Ingvar Alfreðsson til að útsetja það og búa til þokukennt tölvupopp. "Textinn er unninn upp úr eftirminnilegasta atriði myndarinnar þar sem Brjánsi gerir grín að Ella, félaga sínum, um að hann sé of miklu holdi vaxinn til að geta sofið hjá kvenmanni." Þrír til viðbótar aðstoðuðu Daníel Geir við verkefnið, eða Daði Georgsson, Sturla Már Helgason og Sindri Gretarsson. "Ég stefni á að gera meira í tónlist því mér finnst þetta ferlega gaman. Það er gott að geta brotið uppistandið hjá sér upp með skemmtilegum lögum." - fb
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira