Sprengjur, ljós og læti hjá Dimmu í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 16. janúar 2013 07:00 Þungarokkararnir halda útgáfutónleika í Hörpu á fimmtudaginn. „Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira