Sprengjur, ljós og læti hjá Dimmu í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 16. janúar 2013 07:00 Þungarokkararnir halda útgáfutónleika í Hörpu á fimmtudaginn. „Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira