Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 06:30 Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent