Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 06:30 Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira