Innlent

Harmleikurinn í Flórída: Talið er að sá reyndari hafi reynt að koma hinum til bjargar

Lögreglan í Tampa í Bandaríkjunum rannsakar enn banaslys þar sem tveir fallhlífarstökkvarar létu lífið. Talið er sá reyndari hafi reynt að koma hinum óreyndari til bjargar en þegar það hafi ekki tekist hafi þeir hafi þeir báðir hrapað til jarðar.

Á meðal þess sem lögreglan rannsakar er efni úr myndbandsupptökuvél sem annar fallhlífarstökkvarinn var með á hjálmi sínum.

„Það er vissulega hluti af rannsókn okkar. Rannsóknarlögreglumenn okkar eru nú að fara yfir þessa upptöku. Þegar upplýsingar úr henni liggja fyrir munum við kynna þær," sagði Melanie Snow, lögreglumaður í Pasco í Flórída.

Það var fallhlífaklúbburinn „Í frjálsu falli" sem skipulagði ferð Íslendinganna til Bandaríkjanna. Formaður klúbbsins, Hjörtur Blöndal, segir að þeim hafi verið boðið áfallahjálp í gær en að hún hafi verið afþökkuð, margir hafi hins vegar brotnað saman.

Þeir sem létust í slysinu hétu Andri Már Þórðarson, 25 ára og Örvar Arnarson 40 ára. Báðir ókvæntir og barnlausir. Andri var í námi hjá Örvari og talið er að hann hafi lent í vandræðum með fallhlíf sína og Örvar, sem var reyndur stökkvari, hafi farið á eftir honum og reynt að aðstoða hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×