Eydís semur við Elite í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. október 2013 07:00 Eydís Helena Evensen fyrirsæta gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Elite í London. Skrifstofan er ein sú stærsta í heimi. mynd/benn healy „Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum. Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“