Eydís semur við Elite í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. október 2013 07:00 Eydís Helena Evensen fyrirsæta gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Elite í London. Skrifstofan er ein sú stærsta í heimi. mynd/benn healy „Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
„Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira