Reynir að verjast árásum annarra keppenda Sara McMahon skrifar 29. ágúst 2013 08:00 Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni HR á morgun. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira