Reynir að verjast árásum annarra keppenda Sara McMahon skrifar 29. ágúst 2013 08:00 Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni HR á morgun. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
„Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin.
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira