Anthony Hopkins heldur ekki vatni yfir Breaking Bad Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 12:53 Hopkins tók Breaking Bad í nefið á tveimur vikum. Breski leikarinn Anthony Hopkins heldur vart vatni yfir sjónvarpsþáttunum Breaking Bad og sendi Bryan Cranston, framleiðanda og aðalleikara þáttanna, bréf þar sem hann eys lofi yfir hann og aðra leikara þáttanna. „Frammistaða þín í hlutverki Walter White er sú besta sem ég hef séð,“ sagði Hopkins í bréfinu og líkti þáttunum við verk Shakespeares og gríska harmleiki. Hann sagðist hafa horft á allar seríurnar fimm á tveimur vikum, en talið saman eru það rétt rúmlega tveir sólarhringar af efni. Þá sagði hann listrænan metnað þáttanna auka trú sína á afþreyingariðnaðinum og sagði alla leikara hafa verið stórkostlega. „Hvernig framleiðendum, leikstjórum, handritshöfundum, leikurum og fleirum tókst að halda aga og stjórn á verkefninu frá upphafi til enda er hreint ótrúlegt.“ Bréf Hopkins í heild sinni má lesa á vefsíðu Yahoo Movies. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breski leikarinn Anthony Hopkins heldur vart vatni yfir sjónvarpsþáttunum Breaking Bad og sendi Bryan Cranston, framleiðanda og aðalleikara þáttanna, bréf þar sem hann eys lofi yfir hann og aðra leikara þáttanna. „Frammistaða þín í hlutverki Walter White er sú besta sem ég hef séð,“ sagði Hopkins í bréfinu og líkti þáttunum við verk Shakespeares og gríska harmleiki. Hann sagðist hafa horft á allar seríurnar fimm á tveimur vikum, en talið saman eru það rétt rúmlega tveir sólarhringar af efni. Þá sagði hann listrænan metnað þáttanna auka trú sína á afþreyingariðnaðinum og sagði alla leikara hafa verið stórkostlega. „Hvernig framleiðendum, leikstjórum, handritshöfundum, leikurum og fleirum tókst að halda aga og stjórn á verkefninu frá upphafi til enda er hreint ótrúlegt.“ Bréf Hopkins í heild sinni má lesa á vefsíðu Yahoo Movies.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira