Tónlist

Retro Stefson með platínuplötu

Jakob Bjarnar skrifar
Retro Stefson veitir viðtöku platínuplötu sem þýðir að 10 þúsund eintök eru seld.
Retro Stefson veitir viðtöku platínuplötu sem þýðir að 10 þúsund eintök eru seld.
Í kvöld heldur hljómsveitin hinn árlega Síðasta Sjens í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Þetta er í 5. skipti sem Sjensinn er haldinn og eru Retro Stefson-liðar á því að þetta séu skemmtilegustu tónleikar ársins. Haraldur Ari Stefánsson mun stíga á stokk með félögum sínum en hann hefur lagt stund á leiklistarnám í London.

„Það er bara heldur fátt um fína drætti þegar kemur að húsum til tónleikahalds þegar yfir 500 manns ætla að mæta. Það er eiginlega bara Harpa eða Harpa. Valdheimilið er gott hús fyrir tónleika - besti kosturinn fyrir Síðasta Sjens!“ segir Grímur Atlason, en hann er umboðsmaður hljómsveitarinnar.

Á Þorláksmessu tóku Retro Stefson liðar við platínumplötu í versluninni Macland við Laugaveg í tilefni af því að plata þeirra Retro Stefson hefur nú selst í yfir 10.000 eintökum á Íslandi. „Enda langbesta bandið,“ segir Grímur umboðsmaður, ánægður með sitt fólk.

Retro Stefson hefur ferðast um heiminn með litlum hléum frá vorinu 2011 er hljómsveitin fluttist til Berlínar. Hljómsveitin hefur á þessum tíma spilað á yfir 300 tónleikum! „Höfuðáttirnar fjórar eru þrjár: Retro Stefson,“ segir Grímur.

Auk Retro Stefson koma fram Hermigervill og Sísý Ey. Bæði Hermigervill og Sísý Ey munu koma fram á Eurosonic hátíðinni í Hollandi um miðjan janúar. Sísý Ey halda í framhaldinu á By:Larm hátíðina í Osló í febrúar.

Miðasala er á midi.is og í Vodafonehöllinni í kvöld. Húsið opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.