Innlent

Náði á tindinn á aðfangadag

Vilborg Arna Gissuradóttir komst á topp Vinsonfjalls á aðfangadag eins og stefnt hafði verið að. Fjallið er það hæsta á Suðurskautslandinu.Vilborg setti sér það markmið að komast á hæsta tind í hverri heimsálfu á 12 mánaða tímabili frá maí 2013 til maí 2014. Vinsonfjall varð fjórði tindurinn í því verkefni en áður hefur komist á hæsta tind Norður Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu.Næst ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Suður Ameríku, þá Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku og að endingu í maí á næsta ári er það hæsta fjall Asíu og heimsins, Everest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.