Innlent

Náði á tindinn á aðfangadag

Vilborg Arna Gissuradóttir komst á topp Vinsonfjalls á aðfangadag eins og stefnt hafði verið að. Fjallið er það hæsta á Suðurskautslandinu.

Vilborg setti sér það markmið að komast á hæsta tind í hverri heimsálfu á 12 mánaða tímabili frá maí 2013 til maí 2014. Vinsonfjall varð fjórði tindurinn í því verkefni en áður hefur komist á hæsta tind Norður Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu.

Næst ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Suður Ameríku, þá Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku og að endingu í maí á næsta ári er það hæsta fjall Asíu og heimsins, Everest.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.