Innlent

Leigubílstjóri elti ökufant

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Á fimmta tímanum í nótt tilkynnti leigubílstjóri til lögreglu að ekið hefði verið á bíl hans í Ártúnsbrekku. Sá sem það gerði hélt ferð sinni óhikað áfram og elti leigubílstjórinn manninn í Grafarvogshverfið þar sem ökumaðurinn náði að láta sig hverfa út í myrkrið. Leigubílstjórinn beið lögreglu við bíl tjónvalds en um ungan karlmann var að ræða.

Þá stoppaði lögreglan sex ökumenn í nótt sem allir reyndust undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var að auki undir áhrifum áfengis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.