Býr í bíl við Esjurætur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. desember 2013 19:05 Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira