Býr í bíl við Esjurætur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. desember 2013 19:05 Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Litháískur karlmaður á sextugsaldri hefur búið í bíl sínum við Esjurætur í nýstingskulda síðan í byrjun september. Bíllinn er bensínlaus og segist hann einfaldlega sofa á daginn. Áhyggjufullir göngugarpar og lögregla hafa fylgst með manninum í vetur, en erfitt er að koma honum til hjálpar þar sem hann vill ekki þiggja neina aðstoð. Maðurinn heitir Ricardas Zazeckis og flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Þegar við spurðum hann hvað hann aðhefist á daginn svaraði hann einfaldlega - „ég sef bara“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ricardas hvorki á atvinnuleysisbótum né örorkubótum og því erfitt að segja til um hvort hann hafi nokkra peninga á milli handanna. Hann sagði okkur að bíllinn virkaði, en væri bensínlaus. Þar af leiðandi getur hann ekki kveikt á honum til að hlýja sér í frostinu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglumenn hafi nokkrum sinnum farið og athugað með Ricardas. Þá hafi þeir bent honum á önnur úrræði, gistiskýli fyrir heimilislausa, og boðið honum að gista á lögreglustöðinni. Hann hafi hins vegar frábeðið sér alla slíka aðstoð. Árni segir ekkert benda til þess að hann sé óreglumaður eða eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann segir línurnar vera óskýrar í tilviki Ricardas, og að grípa þyrfti til þvingunarúrræða á borð við sjálfræðissviptingu ef eitthvað ætti að aðhafast gegn vilja hans. Að öllu óbreyttu mun Ricardast því dvelja í Volkswagen Polo bifreið sinni í vetur.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira