Innlent

Al Thani dómarnir vekja víða athygli

Ákærðu í málinu frá vinstri Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson.
Ákærðu í málinu frá vinstri Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson.
Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal.

Á vef breska ríkisútvarpsins er fréttin til dæmis efst á viðskiptasíðunni. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari segir í samtali við BBC að augljóst sé að Al Thani fléttan hafi haft áhrif á hlutabréfaverð Kaupþings auk þess sem lánin sem hafi verið veitt í tengslum við hana hafi verið ólögleg.

Þá bætir hann því við að annað mál gegn Kaupþingi sé í vinnslu. Það sé enn stærra að umfangi og snúist um markaðsmisnotkun líkt og Al Thani málið. Hann segist búast við því að það komi fyrir dómstóla í lok janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×