Rógburðurinn reyndist vera menntaskólahrekkur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 15:09 mynd/365 „Þetta var allt bara eitthvað grín. Ég skildi Facebook-síðuna mína eftir opna og vinur minn sem leggur mikið upp úr gríni setti þessa færslu inn,“ segir Brynjólfur Haukur Ingólfsson, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og fram hefur komið á Vísi tók framkvæmdarstjóri City taxa ekki vel í þetta og grunaði samkeppnisaðila sína um græsku. Færslan á síðunni hans hefur vakið mikla athygli en á síðuna skrifaði vinur hans, Daníel Aron Lárusson, í nafni ímyndaðs leigubílstjóra:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“ Vinur Brynjólfs setti færsluna inn um miðnætti í gær. „Við vorum að læra fram eftir og svo fór ég í próf í morgun og sá þetta ekki fyrr en eftir það,“ segir Brynjólfur. Þá var færslan komin með hátt í 300 „like“. „Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta myndi vekja svona mikla athygli, segir hann. „Þetta er alveg ruglað.“ „Ég vil ekki lenda í neinu veseni útaf þessu og ég er mjög hissa á því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Brynjólfur sem tekur þó fram að honum finnst þetta þrátt fyrir allt vera mjög fyndið. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
„Þetta var allt bara eitthvað grín. Ég skildi Facebook-síðuna mína eftir opna og vinur minn sem leggur mikið upp úr gríni setti þessa færslu inn,“ segir Brynjólfur Haukur Ingólfsson, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eins og fram hefur komið á Vísi tók framkvæmdarstjóri City taxa ekki vel í þetta og grunaði samkeppnisaðila sína um græsku. Færslan á síðunni hans hefur vakið mikla athygli en á síðuna skrifaði vinur hans, Daníel Aron Lárusson, í nafni ímyndaðs leigubílstjóra:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“ Vinur Brynjólfs setti færsluna inn um miðnætti í gær. „Við vorum að læra fram eftir og svo fór ég í próf í morgun og sá þetta ekki fyrr en eftir það,“ segir Brynjólfur. Þá var færslan komin með hátt í 300 „like“. „Aldrei hefði mér dottið í hug að þetta myndi vekja svona mikla athygli, segir hann. „Þetta er alveg ruglað.“ „Ég vil ekki lenda í neinu veseni útaf þessu og ég er mjög hissa á því hvernig þetta hefur þróast,“ segir Brynjólfur sem tekur þó fram að honum finnst þetta þrátt fyrir allt vera mjög fyndið.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira