Lífið

Hemmi Gunn hefði orðið 67 ára í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann Gunnarsson verður lengi vel í minningunni hjá landanum.
Hermann Gunnarsson verður lengi vel í minningunni hjá landanum.
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið 67 ára í dag en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní síðastliðinn. 

Hemmi Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og má svo sannarlega segja að hann hafi verið einn ástsælasti fjölmiðlamaður í sögu Íslendinga.

Hann var einn fremsti knattspyrnumaður landsins á sjöunda áratugnum og spilaði með Val á blómaskeiði félagsins. Hemmi náði einnig langt í handbolta og lék meðal annars nokkra landsleiki.

Á níunda áratugnum fór hann að stjórna sínum eigin sjónvarpsþætti á RÚV sem bar nafnið, Á tali hjá Hemma Gunn, en þátturinn náði ótrúlegum vinsældum.

Hermann starfaði lengi vel hjá 365 miðlum við dagskrágerð á Stöð2 og í útvarpi á Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×