Enski boltinn

Wilshere: Ég er ekki meiddur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Wilshere var í fullu fjöri gegn Southampton í gær.
Wilshere var í fullu fjöri gegn Southampton í gær. mynd:nordic photos/getty
Enska miðjumanninum Jack Wilshere var létt eftir að hann lék allan leikinn fyrir Arsenal sem lagði Southampton 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Orðrómur var uppi um að hann ætti við ökklameiðsli að stríða.

Hinn 21 árs gamli landsliðmaður Englands hefur átt við mikil meiðsli að stríða á sínum stutta ferli en hann segir að sér líði vel.

„Ég sá í blöðunum í vikunni að ég væri meiddur. Ég veit ekki hvaðan það kom. Það er algjör tilbúningur og á enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði ósáttur Wilshere við BBC í gær.

„Ég lék í hálftíma gegn Þýskalandi og æfði alla vikuna eftir að ég kom aftur til Arsenal og lék svo í dag þannig að ég er í lagi þessa stundina. Þú veist aldrei hvað getur gerst í leikjum en núna líður mér vel.

„Það var gott að ná 90 mínútum, ég man ekki hvenær það gerðist síðast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×