Ekki skylda að greina frá innihaldinu Boði Logason skrifar 26. nóvember 2013 12:01 Íslenskt neftóbak mynd/365 Það er ekki skylda að tilgreina innihaldslýsingu á íslensku neftóbaki, samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að embætti landlæknis eigi að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um innihaldið.Í frétt Vísi á föstudag kom fram að engin leið sé fyrir neytendur íslenska neftóbaksins að vita hvaða efni eru í því. Engar upplýsingar fást um það á heimasíðu ÁTVR, né á umbúðum tóbaksins. Ekki náðist í Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur á föstudag, en nú hefur fréttastofu borist ítarlegt svar frá eftirlitinu þar sem farið er yfir málið. Í svarinu segir að samkvæmt reglugerð um tóbaksgjald og merkingar tóbaks sé það á ábyrgð ÁTVR að tryggja að allt tóbak sé merkt. Ekki er ljóst hvort hér sé átt við innihaldslýsingu. Þá segir einnig að framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skulu árlega láta landlækni í té skrá yfir öll innihaldsefni, ásamt magni þeirra, sem eru notuð við framleiðslu á þessum tóbaksvörum. Með þessari skrá á að fylgja:Yfirlýsing þar sem greint er frá ástæðum fyrir því að viðkomandi innihaldsefnum er bætt í þessar tóbaksvörur.Skýring á virkni innihaldsefnanna og flokkun þeirra.Eiturefnafræðilegar upplýsingar sem framleiðandinn eða innflytjandinn hefur aðgang að um innihaldsefnin í brunnu eða óbrunnu formi þeirra, eftir því sem við á, einkum að því er varðar áhrif þeirra á heilsu, að teknu tilliti meðal annars til allra ávanabindandi áhrifa. Í skrá þessari skal innihaldsefnum vörunnar raðað eftir þyngd. Landlæknir skal tryggja á viðhlítandi hátt miðlun þeirra upplýsinga sem veittar eru í samræmi við þessa grein, í því skyni að fræða neytendur. Samt sem áður skal tekið viðeigandi tillit til verndunar upplýsinga um sérstakar framleiðsluaðferðir sem eru viðskiptaleyndarmál. Landlæknir skal tryggja að almenningur hafi aðgang að skránni yfir innihaldsefni hverrar vöru, þar sem fram kemur meðal annars hve mikla tjöru, nikótín og kolsýring hún gefur frá sér. Landlæknir skal árlega senda velferðarráðuneytinu öll gögn og upplýsingar sem lagðar eru fram samkvæmt þessari grein.“ Þá segir í svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samkvæmt þessum ákvæðum verði ekki annað séð en að það sé á ábyrgð landlæknis að tryggja á viðhlítandi hátt miðlun upplýsinga um innihaldsefni tóbaks, sem og að tryggja að almenningur hafi aðgang að þeim. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Það er ekki skylda að tilgreina innihaldslýsingu á íslensku neftóbaki, samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að embætti landlæknis eigi að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um innihaldið.Í frétt Vísi á föstudag kom fram að engin leið sé fyrir neytendur íslenska neftóbaksins að vita hvaða efni eru í því. Engar upplýsingar fást um það á heimasíðu ÁTVR, né á umbúðum tóbaksins. Ekki náðist í Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur á föstudag, en nú hefur fréttastofu borist ítarlegt svar frá eftirlitinu þar sem farið er yfir málið. Í svarinu segir að samkvæmt reglugerð um tóbaksgjald og merkingar tóbaks sé það á ábyrgð ÁTVR að tryggja að allt tóbak sé merkt. Ekki er ljóst hvort hér sé átt við innihaldslýsingu. Þá segir einnig að framleiðendur og innflytjendur tóbaksvara skulu árlega láta landlækni í té skrá yfir öll innihaldsefni, ásamt magni þeirra, sem eru notuð við framleiðslu á þessum tóbaksvörum. Með þessari skrá á að fylgja:Yfirlýsing þar sem greint er frá ástæðum fyrir því að viðkomandi innihaldsefnum er bætt í þessar tóbaksvörur.Skýring á virkni innihaldsefnanna og flokkun þeirra.Eiturefnafræðilegar upplýsingar sem framleiðandinn eða innflytjandinn hefur aðgang að um innihaldsefnin í brunnu eða óbrunnu formi þeirra, eftir því sem við á, einkum að því er varðar áhrif þeirra á heilsu, að teknu tilliti meðal annars til allra ávanabindandi áhrifa. Í skrá þessari skal innihaldsefnum vörunnar raðað eftir þyngd. Landlæknir skal tryggja á viðhlítandi hátt miðlun þeirra upplýsinga sem veittar eru í samræmi við þessa grein, í því skyni að fræða neytendur. Samt sem áður skal tekið viðeigandi tillit til verndunar upplýsinga um sérstakar framleiðsluaðferðir sem eru viðskiptaleyndarmál. Landlæknir skal tryggja að almenningur hafi aðgang að skránni yfir innihaldsefni hverrar vöru, þar sem fram kemur meðal annars hve mikla tjöru, nikótín og kolsýring hún gefur frá sér. Landlæknir skal árlega senda velferðarráðuneytinu öll gögn og upplýsingar sem lagðar eru fram samkvæmt þessari grein.“ Þá segir í svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samkvæmt þessum ákvæðum verði ekki annað séð en að það sé á ábyrgð landlæknis að tryggja á viðhlítandi hátt miðlun upplýsinga um innihaldsefni tóbaks, sem og að tryggja að almenningur hafi aðgang að þeim.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira