Innlent

Segir Seðlabankann í pólitík gegn ríkisstjórn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ekki ætla að láta Seðlabankann stöðva ríkisstjórnina í skuldaleiðréttingum. Hann segir starfsmenn Seðlabankans komna í pólitík og þeir séu að gíra sig upp til að vera á móti væntanlegum tillögum.

Ráðamenn Seðlabankans, með Má Guðmundsson bankastjóra í broddi fylkingar, sögðu frammi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs færi í ruslflokk ef Seðlabankanum yrði gert með lagabreytingum að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð vegna heimilanna. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá viðbrögð forsætisráðherra, sem sagði að nálgun starfsmanna Seðlabankans væri ákaflega sérkennileg og ætti meira skylt við pólitík heldur en almenna stjórn efnahagsmála.

„Þarna eru nokkrir starfsmenn sem eru í stöðugri pólitík og beittu sér til dæmis mjög í Icesave-málinu,“ sagði forsætisráðherra meðal annars. „Mér sýnist sem menn séu svona að gíra sig upp í það að vera á móti þessum tillögum til skuldaleiðréttingar, sama hvernig þær verða. En við látum ekki Seðlabankann stöðva okkur í því.“


Tengdar fréttir

Ríkissjóður í ruslflokk ef Seðlabankinn fjármagnar skuldaleiðréttingu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fari í ruslflokk ef Seðlabankanum verði gert með lagabreytingum að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Þetta kom fram á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×