Læknanemar ósáttir við tillögu Vigdísar Elísabet Hall skrifar 5. nóvember 2013 19:23 Í grein Fréttablaðsins í dag segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að hún telji ekki óeðlilegt að þeir námsmenn sem stundi nám erlendis og ekki skili sér til Íslands að námi loknu borgi einhvers konar álag á námslánum sínum, enda séu vextir af námslánum langt undir markaðsvöxtum. Lagði hún fram fyrirspurn þess efnis á Alþingi til menntamálaráðherra í síðustu viku. Vigdís segir að einungis sé um vangaveltur að ræða en þar sem forgangsraða þurfi í ríkisrekstri sé nauðsynlegt að finna hagræðingarmöguleika. Hún vildi þó ekki segja til um hvort að þessar hugmyndir muni koma fram í niðurstöðum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Borið hefur á mikilli andstöðu við þessa tillögu Vigdísar og segir til að mynda formaður félags læknanema þetta snerta nema í grunnnámi í læknisfræði erlendis mjög illa og í ljósi stöðunnar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi sé komið í núna sé þetta ekki skref í rétta átt að bætingu heilbrigðiskerfisins. „Ég held að þetta geti haft mjög neikvæð áhrif, eins og staðan er í dag. Og þetta er ekki skref í þá átt að hvetja fólk til þess að koma hingað aftur að loknu námi og það er það sem við höfum þörf fyrir núna. Því legg ég frekar til að þeir sem vilja leita hingað aftur að þeir fengju þá einhvers konar niðurfellingu. Það væri skynsamlegri leið að mínu mati. Þetta samræmist ekki hefðbundnu jafnrétti, að fara að mismuna þeim sem sækja sér þekkingar erlendis borið saman við þá sem sækja sér þekkingar hér heima.“ Tengdar fréttir Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Í grein Fréttablaðsins í dag segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að hún telji ekki óeðlilegt að þeir námsmenn sem stundi nám erlendis og ekki skili sér til Íslands að námi loknu borgi einhvers konar álag á námslánum sínum, enda séu vextir af námslánum langt undir markaðsvöxtum. Lagði hún fram fyrirspurn þess efnis á Alþingi til menntamálaráðherra í síðustu viku. Vigdís segir að einungis sé um vangaveltur að ræða en þar sem forgangsraða þurfi í ríkisrekstri sé nauðsynlegt að finna hagræðingarmöguleika. Hún vildi þó ekki segja til um hvort að þessar hugmyndir muni koma fram í niðurstöðum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Borið hefur á mikilli andstöðu við þessa tillögu Vigdísar og segir til að mynda formaður félags læknanema þetta snerta nema í grunnnámi í læknisfræði erlendis mjög illa og í ljósi stöðunnar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi sé komið í núna sé þetta ekki skref í rétta átt að bætingu heilbrigðiskerfisins. „Ég held að þetta geti haft mjög neikvæð áhrif, eins og staðan er í dag. Og þetta er ekki skref í þá átt að hvetja fólk til þess að koma hingað aftur að loknu námi og það er það sem við höfum þörf fyrir núna. Því legg ég frekar til að þeir sem vilja leita hingað aftur að þeir fengju þá einhvers konar niðurfellingu. Það væri skynsamlegri leið að mínu mati. Þetta samræmist ekki hefðbundnu jafnrétti, að fara að mismuna þeim sem sækja sér þekkingar erlendis borið saman við þá sem sækja sér þekkingar hér heima.“
Tengdar fréttir Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Eðlilegt er að skoða hvort námsmenn sem taka námslán í námi erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu ættu að borga markaðsvexti af láninu segir formaður fjárlaganefndar. Getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér segir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. nóvember 2013 06:15