Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2013 06:15 Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nordicphotos/AFP Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira