Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. nóvember 2013 19:23 Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira